Fjölskyldan er heldur betur búin að fá sinn skerf af flensunni. Ég er loks orðinn hress og Alexander virðist vera að ná sér á ný. Hann var búinn að vera með hita meira og minna síðan annan í jólum. Hann var svo slappur á föstudaginn var að hann sagði varla stakt orð. Sat bara og þagði meira og minna.

Á laugardag fórum við í árlegt kaffisamsæti í móðurætt. Mér finnst alltaf gaman að hitta systkini mömmu og fjölskyldur enda alltaf stutt í hláturinn.

Dísa stóð sig svo vel í morgun. Vaknaði frekar kát þrátt fyrir að vera dauðþreytt, enda fór hún seint að sofa. Algjör hetja.

Nú byrjar vinnan eins og áður og ekkert aukafrí fyrr en á skírdag, 8. apríl nk. Svo er heldur betur farið að styttast í sumarið og þá fara sko hlutrnir að gerast.

bless í bili,

Arnar

Ummæli

Vinsælar færslur